Skilmálar

Verð: Öll verð eru gefin upp með VSK.

Greiðslumöguleikar:  Það eru fjórir greiðslumöguleikar –

Kreditkort:  Greiðslusvæðið er varið með dulkóðun. Engin kortnúmer eru geymd og fara allar greiðslur í gegnum vef Greidsla.is

Greitt við afhendingu:  Ef að varan er sótt þá er hægt að greiða þá en það er einnig hægt að greiða við afhendingu í gegnum póstkröfur.

Póstkrafa: Við erum hætt að bjóða uppá póstkröfu sökum þess hve algengt það var orðið að varan væri ekki sótt.

Millifærsla: Hægt er að greiða með millifærslu en þá er bæði hægt að sækja og láta senda vöruna. 

Innsláttarvillur: Reynt er eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á Draumaland.is. Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum eða röngum og úreltum upplýsingum.

Sendingamátar:  Það eru þrír sendingamátar –

            Sækja: Hægt er að sækja til okkar í Dynskóga 11. Við erum aðallega við á kvöldin eftir kl 16.

            Senda: Allar sendingar fara út í síðasta lagi á næsta miðvikudegi eftir að pöntun er gerð.

Póstkrafa: Hér þarf ekki að greiða fyrr en varan er komin til þín en varan er aftur send með póstinum. Þessi sendingamáti er dýrari en venjuleg póstsending.

Skilaréttur:  Heimilt er að skila vörum innan 30 daga frá því að hún er afhent. Skila þarf vörunni í góðu lagi og í upprunalegum umbúðum. Gegn skilum fæst inneignarnóta á Draumaland.is. Með lengri skilafrest viljum við koma til móts við þá sem versla föt hjá okkur á Draumaland.is. Það er mikilvægt að þú sem foreldri hafir tækifæri til þess að máta fötin og skipta þeim ef stærðin reynist ekki rétt. Þú getur því verslað af öryggi hjá okkur!

Gallar: Ef um galla er að ræða þá endurgreiðir Draumaland.is sendingakostnað og endurgreiðir eða sendir aðra vöru í staðin.

Trúnaður:  Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing:  Samingur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Spurningar: Ef einhverjar spurningar eru þá biðjum við ykkur um að hafa samband.